Veðurstofuhæð, nýr mælireitur, framkvæmdaleyfi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 79
26. ágúst, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 14. ágúst 2020 um framkvæmdaleyfi vegna fullnaðarfrágangs á nýjum mælireit á Veðurstofuhæð sem felst m.a. í uppsetningu grindargirðingu með göngu- og aksturshliði, lagningu á akfærðum upphituðum aðkomustíg að mælireitnum sunnan megin við mælireit með styrktri þverun yfir núverandi hitaveitustokk, lagningu nýrra lagna að og innan mælireits og lýsingu gönguleiðar að mælireit og innan mælireits o.fl., samkvæmt teikningahefti VSÓ ráðgjafar dags. í júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2020.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2020, 3. mgr. 43. gr. og 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.