Suður Mjódd, breyting á deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 88
11. nóvember, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar er varðar lóðina Álfabakka 4 sem felst í að skipta henni í tvær lóðir sem fengu þá heitin Álfabakki 4 og 6, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 5. nóvember 2020. Breytingin er tilkomin vegna vilyrðis um lóðarúthlutun fyrir starfsemi Garðheima í Breiðholti sbr. samþykki Borgarráðs í júní 2020. Einnig er lögð fram umsögn samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 16. október 2020.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Tillaga sem lögð er fram á deiliskipulagi Suður Mjóddar er varðar lóðina Álfabakka 4 sem felst í að skipta henni í tvær lóðir, Álfabakka 4 og 6 er jákvæð en breytingin er tilkomin vegna vilyrðis um lóðarúthlutun fyrir starfsemi Garðheima. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með tillögur um endurnýjun Mjóddarinnar, endurskoðun og endurgerð, lífga upp á verslunarkjarnann og stórbæta aðgengi og aðkomu. Færa þarf Mjóddina í nútímalegra horf sem hentar hagsmunum borgarbúa í dag. Til dæmis með því að endurgera og snyrta þau grænu svæði sem þarna eru með það að leiðarljósi að laða að þeim fólk. Einnig að hlutast til um uppsetningu hjólastæða fyrir rafhjól og hefðbundin hjól, setja upp hleðslustöðvar fyrir bíla og koma því húsnæði sem er í eigu borgarinnar á svæðinu í notkun. Það er von fulltrúa Flokks fólksins að endurgerð heildarmyndar Mjóddar dragist ekki von úr viti.