Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi
Grensásvegur 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 82
23. september, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 7. september 2020 ásamt bréfi dags. 10. ágúst 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi "Skeifan-Fenin" vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni felst að bætt er við skilmálatexta heimild til þess að gera íbúðir á jarðhæð að inngarði í húsum C og syðst í húsi B og heimil notkun B er skilgreind nánar. Einnig er heimild fyrir fjölda hæða í bílakjallara breytt, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta dags. 31. júlí 2020.
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

Gestir
Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Hér er verið að bregðast við beiðni um meiri sveigjanleika í þessu tiltekna verkefni, en ástæða er til að viðhafa sveigjanleika mun víðar. Auka þarf sveigjanleika í skipulagi Reykjavíkurborgar, ekki síst með notkunarheimildir jarðhæða, en stífir skilmálar leiða til ójafnvægis á húsnæðismarkaði. Mikið framboð er á atvinnurými. Ekki síst á jarðhæðum. Þá er mikið af húsnæði í þróun og byggingu sem ekki hefur sveigjanlegar heimildir.
108 Reykjavík
Landnúmer: 105655 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011519