Tjarnargata 38, málskot
Tjarnargata 38
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 82
23. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram málskot P ARK teiknistofu dags. 4. september 2020 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 5. júní 2020 um að setja bílastæði á lóð nr. 38 við Tjarnargötu.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2020, staðfest með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins sér ekki að fyrir liggi gild rök fyrir að synja þessari heimild um að staðsetja bílastæði á lóð nr. 38 við Tjarnargötu. Sótt var um að bæta við innkeyrslu og bílastæði á lóðinni sunnan við húsið þar sem koma mætti fyrir hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl innst á svæðinu. Engin innkeyrsla er á lóðinni í dag. Þó nokkur dæmi eru um innkeyrslur á nágrannalóðum og nokkur húsana við Tjarnargötu eru einnig með bílskúr á lóðinni svo ekki skortir fordæmi. Rök umsækjanda í málinu er góð og gild og mun þessi framkvæmd minnka bílastæðavandann í borginni. Ekkert bílastæði fylgir húsinu eins og mörgum húsum við götuna. Engin bílastæði eru á götunni framan við húsið og því ekki verið að fjarlægja bílastæði við þessa framkvæmd. Stæðin hinu megin við götuna eru fyrir almenning. Rök skipulagsyfirvalda í þessu máli eru veik að mati fulltrúa Flokks fólksins.
101 Reykjavík
Landnúmer: 100931 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023596