Lagt fram málskot P ARK teiknistofu dags. 4. september 2020 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 5. júní 2020 um að setja bílastæði á lóð nr. 38 við Tjarnargötu.
Svar
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2020, staðfest með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Fulltrúi Flokks fólksins sér ekki að fyrir liggi gild rök fyrir að synja þessari heimild um að staðsetja bílastæði á lóð nr. 38 við Tjarnargötu. Sótt var um að bæta við innkeyrslu og bílastæði á lóðinni sunnan við húsið þar sem koma mætti fyrir hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl innst á svæðinu. Engin innkeyrsla er á lóðinni í dag. Þó nokkur dæmi eru um innkeyrslur á nágrannalóðum og nokkur húsana við Tjarnargötu eru einnig með bílskúr á lóðinni svo ekki skortir fordæmi. Rök umsækjanda í málinu er góð og gild og mun þessi framkvæmd minnka bílastæðavandann í borginni. Ekkert bílastæði fylgir húsinu eins og mörgum húsum við götuna. Engin bílastæði eru á götunni framan við húsið og því ekki verið að fjarlægja bílastæði við þessa framkvæmd. Stæðin hinu megin við götuna eru fyrir almenning. Rök skipulagsyfirvalda í þessu máli eru veik að mati fulltrúa Flokks fólksins.