Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breyting á deiliskipulagi Sjómannaskólareits til minnkunar á samþykktu byggingarmagni úr 5.635m2 í 4.500m2 á lóð (reit E) ) sem úthlutað hefur verið til Leigufélags aldraðra til byggingar almennra íbúða á grundvelli laga nr. 52/2016, samkvæmt uppdr. Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. október 2020. Ástæða breytingarinnar er m.a. sú að við lok deiliskipulagsferlisins var þrengt töluvert að fyrirhugaðri uppbyggingu án þess að byggingarmagn væri uppfært í samræmi við það. Mest íþyngjandi atriði voru rýmri afmörkun á verndarsvæði Vatnshólsins, afmörkun sleðabrekku við Vatnshólinn austanmegin og umfangsmiklar kröfur Veitna um framkvæmd ofanvatnslausna á reitnum.