Jöfursbás 5 og 7, breyting á deiliskipulagi
Jöfursbás 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Málsaðilar
Helgi Mar Hallgrímsson
Skipulags- og samgönguráð nr. 88
11. nóvember, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 21. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness, áfangi 1, vegna lóðanna nr. 5 og 7 við Jöfursbás. Í breytingunni felst að lóðir stækka, byggingarmagn eykst, hámarksfjöldi íbúða verður skilgreindur, stærðir svalaganga og lágmarks salarhæð verði ekki takmörkuð umfram kvaðir byggingarreglugerðar, fallið verður frá skilmálum um að efstu hæðir þurfi að vera inndregnar og þess í stað verður heimilt að hafa húsin stölluð og að heimilt verði að svalir og útskot nái 2 m út fyrir byggingarreit nema að götu, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic ehf. dags. 19. október 2020. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 18. og 30. september 2020. 
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er að gætt sé jafnræðis þegar verið er að gera breytingar á skilmálum uppbyggingaraðila. Þetta á ekki síst við þá aðila sem hafa verið valdir að undangengnu vali eða fegurðarsamkeppni eins og dæmi eru um. Ekki eru í gildi ákveðnar reglur um breytingar á skilmálum eftir á, en dæmi eru um aukið byggingarmagn, stækkun lóða og ívilnanir varðandi kröfur og skilmála gagnvart einstökum aðilum. Réttara er að rýmka almennar reglur frekar en að koma með ívilnanir til einstakra aðila eftir á. 
112 Reykjavík
Landnúmer: 228386 → skrá.is
Hnitnúmer: 10131057