Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 88
11. nóvember, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 28. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, Landsímareits. Í breytingunni felst að heimildum fyrir gerð kjallara og nýtingu efri hæða aðlægt Vallarstræti er breytt að hluta til, einnig er bætt við byggingarreit fyrir sólstofu á 5. hæð samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 20. október 2020.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.