Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 6. nóvember 2020 ásamt kæru dags. 6. nóvember 2020 þar sem kærð er m.a. útgáfa á byggingarleyfi fyrir mastur að Gufuneshöfða og deiliskipulagsbreyting frá 2019 þar af lútandi. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. nóvember 2020 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11. desember 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. ágúst 2020 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir innsiglingarmastri við Gufuneshöfða.
Kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur frá 2. október 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis er vísað frá úrskurðarnefndinni. Jafnframt er lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. og 29. desember 2020 ásamt endurupptökubeiðni dags. 15. desember 2020 og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 6. janúar 2021.