Sóltún 2-4, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Sóltún 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Málsaðilar
Skipulags- og samgönguráð nr. 90
2. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn Sóltúns 4 ehf. dags. 10. nóvember 2020 ásamt greinargerð dags. 10. nóvember 2020 um breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vega lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún sem felst í að heimilt verði að lengja þær álmur á núverandi byggingu við Sóltún sem snúa inn að garði, heimilt verði að minnka tengibyggingu á milli Sóltúns hjúkrunarheimilis og hjúkrunartengdra þjónustuíbúða í 1020 m2 í stað 1400 m2 og að heimilt verði að hafa hjúkrunartengda þjónustubyggingu á 5 hæðum í stað 4 hæða auk kjallara sem að hluta yrði bílakjallari, samkvæmt uppdr. Nexus arkitekta ehf. dags. 30. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2020.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt. 

Gestir
Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Fulltrúar meirihlutans fagna aukinni uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða í Reykjavík. Fulltrúarnir leggja til að hugað verði vel að götumynd í vinnu við deiliskipulagið.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er að fjölga hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum í Reykjavík, en lítið hefur gerst í þeim málum á síðustu árum. Hér er verið að samþykkja að unnið verði að deiliskipulagið með fleiri rýmum. Þegar deiliskipulagstillaga kemur fram geta hagaðilar komið með athugasemdir um útfærslu skipulagsins.
105 Reykjavík
Landnúmer: 191884 → skrá.is
Hnitnúmer: 10066166