Háaleitisbraut 1, breyting á deiliskipulagi
Háaleitisbraut 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 90
2. desember, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 11. nóvember 2020 ásamt bréfi dags. 12. nóvember 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Háaleitisbraut. Í breytingunni felst að fjölga bílastæðum ofanjarðar um 8, úr 41 í 49, fækka bílastæðum í kjallara um 8, úr 84 í 76, bílastæði ofanjarðar sem eru umhverfis núverandi skrifstofuhús Valhallar sem snúa að húsinu að undanskildum sex syðstu stæðunum austan við húsið verða skammtímastæði Valhallar á skrifstofutíma (alls 24 stæði), en stæðin verða samnýtt stæði með öðrum húsum á lóðinni utan hefðbundins skrifstofutíma ásamt því að önnur bílastæði ofanjarðar verða samnýtt skammtímastæði fyrir öll húsin á lóðinni á skrifstofutíma að auki eru 5 bílastæði fyrir hreyfihamlaða á lóðinni, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 30. nóvember 2020.
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103444 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008393