Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. nóvember 2020 ásamt kæru dags. 18. nóvember 2020 þar sem kærðar eru ákvarðanir um veitingu leyfis til niðurrifs húss og byggingarleyfi fyrir þriggja hæða staðsteyptu húsi á lóð nr. 36 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. desember 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. nóvember 2020. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 20. október 2020 um að veita leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt hús með verslunarhúsnæði á jarðhæð og einni íbúð á annarri og þriðju hæð á lóðinni nr. 36 við Skólavörðustíg.
Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 20. október 2020 um að samþykkja leyfi fyrir þegar framkvæmdu niðurrifi húss á fyrrgreindri lóð.