Hraunberg 4, breyting á deiliskipulagi
Hraunberg 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 91
16. desember, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Ívars Arnar Guðmundssonar dags. 19. nóvember 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Breiðholts III, austurdeild, vegna lóðarinnar nr. 4 við Hraunberg. Í breytingunni felst að bætt er við heimild til að gera íbúðir á efri hæðum, samkvæmt tillögu Nexus arkitekta ehf. dags. 8. desember 2020. Einnig er lögð fram grunnmynd Nexus arkitekta ehf. dags. 4. nóvember 2020. 
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

111 Reykjavík
Landnúmer: 112202 → skrá.is
Hnitnúmer: 10019774