Krókháls 6 og Lyngháls 5, breytingu á deiliskipulagi
Krókháls 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 92
13. janúar, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 8. desember 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðanna nr. 6 við Krókháls og 5 við Lyngháls. Í breytingunni felst breyting á lóðamörkum þar sem laufskáli sem tilheyrir eigninni að Krókhálsi 6 stendur hluta til á lóðinni Lyngháls 5. Lóðin við Krókháls 6 mun stækka um 15.8 m2 og lóðin Lyngháls 5 minnka sem því nemur, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 17. desember 2020. Einnig er lögð fram skissa á byggingarleyfisuppdrætti og eignaskiptayfirlýsing dags. 3. desember 2020.
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur  skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111039 → skrá.is
Hnitnúmer: 10065630