Kynning á samkeppnistillögum sem bárust í samkeppni Íslandsbanka um endurskoðun á skipulagi reits A á Kirkjusandi. Verkkaupi bauð fjórum arkitektastofum þátttöku í lokaðri framkvæmdakeppni sem haldin var í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Forsögn samkeppninnar var unnin í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Fulltrúi dómnefndar kynnir allar fjórar tillögurnar með áherslu á vinningstillöguna.
Gestir
Bjargey Björgvinsdóttir og Jónas Þór Jónasson frá Íslandssjóðum, Sigríður Magnúsdóttir frá Teiknistofunni Tröð, Sólveig Sigurðardóttir og Birkir Ingibjartsson verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
Við þökkum kynningu á samkeppnistillögum á Kirkjusandsreit. Uppbygging á reitnum er hluti af markmiði Reykjavíkurborgar um þétta og blómlega byggð í borginni.
Sjálfstæðisflokkur
Kvaðir Reykjavíkurborgar um þjónustu- og verslunarrými á fyrstu hæðum nýbygginga eru afar íþyngjandi og þjóna ekki alltaf þörfum íbúa og hverfanna. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg létti á slíkum kvöðum og skipuleggi fremur verslun- og þjónustu á afmörkuðum svæðum innan hverfa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að þessi stefna verði endurskoðuð við deiliskipulagsvinnu svæðisins við Kirkjusand.
Flokkur fólksins
Fulltrúi Flokks fólksins telur að þetta svæði verði of kuldalegt ef marka má myndir. Byggingar eru kassalaga og er upplifunin svolítið þannig að þarna vanti karakter og sjarma. Ekki hefur verið kannað hvort eða hvernig vindstrengir slái niður að jörð, eins og gerist á Höfðatorgi. Sama má sjá á Hafnartorgi, en þar er óvenju kuldalegt og hráslagalegt. Línur eru af húsaröðum sem fáar kalla á sérstaka athygli. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurn um hvort og þá hvernig skipulagsyfirvöld borgarinnar ætli beita sér til að gera það svæði meira aðlaðandi?