Klettagarðar 25, breyting á deiliskipulagi
Klettagarðar 25
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 92
13. janúar, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 15. desember 2020 ásamt bréfi dags. 15. desember 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 25 við Klettagarða. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,65 ásamt því að byggingarreitur bráðabirgðabyggingar er felldur niður, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 2. desember 2020. Einnig er lagt fram bréf Módelhúss ehf. til Faxaflóahafna dags. 7. desember 2020 og fundargerð Faxaflóahafna ohf. frá 17. desember 2020 þar sem Faxaflóahafnir samþykkja fyrir sitt leyti ósk um aukið byggingamagn.
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur  skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

104 Reykjavík
Landnúmer: 207396 → skrá.is
Hnitnúmer: 10005212