Úlfarsbraut 6-8, kæra 139/2020, afturköllun kæru
Úlfarsbraut 6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 92
13. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. desember 2020 ásamt kæru dags. 22. desember 2020 þar sem kærð er ákvörðun um útgáfu nýs byggingarleyfis sem samþykkt var 21. júlí 2020 vegna byggingar parhúss að Úlfarsbraut 6-8.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúa Flokks fólksins finnst kærur allt of margar sem borist hafa úr Úlfarsárdal. Kvartað er yfir að verið sé að breyta gildandi skipulagi eftir á, t.d. minnka bil á milli húsa og byggja ofan á hús sem ekki stóð til að yrðu hærri og þar með skerða útsýni frá næstu húsum. Við skoðun á sumum kærum í gegnum tíðina sem tengjast þessu svæði finnst fulltrúa Flokks fólksins eins og komið hafi verið aftan að fólki í sumum þessara mála. Fólk sem fjárfest hefur í fasteignum í hverfinu hefur ekki rennt í grun að eiga eftir að upplifa það að skipulagi muni verða breytt eftir á.  Í sakleysi sínu flytur fólk inn og því verið sagt að ef byggt verði við hliðina á eða fyrir framan þá verði hús ekki hærra en X. En það næsta sem skeður er að hús er byggt sem er hærra en ákveðið hafði verið í skipulagi.
113 Reykjavík
Landnúmer: 205707 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097308