Bergstaðastræti 37, kæra 1/2021, umsögn, úrskurður
Bergstaðastræti 37
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 108
23. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. janúar 2021 ásamt kæru dags. 12. janúar 2021 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. desember 2020 á byggingarleyfisumsókn frá Hótel Holt Hausti ehf. um áður gerða loftstokka upp úr þaki hússins á lóð nr. 37 við Bergstaðastræti og að byggja yfir þá. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 3. mars 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. júní 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. desember 2020 um að samþykkja reyndarteikningar fyrir áður gerðum loftstokkum upp úr þaki bakbyggingar fasteignarinnar Bergstaðastrætis 37.
101 Reykjavík
Landnúmer: 102068 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007053