Starengi 2, breyting á deiliskipulagiVA arkitektar ehf., Borgartúni 6, 105 ReykjavíkEngjaver ehf, Litlakrika 24, 270 Mosfellsbær
Starengi 2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 111
25. ágúst, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Jóhanns Harðarsonar dags. 22. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis C hluta vegna lóðarinnar nr. 2 við Starengi. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit vegna viðbyggingar og hækkun hússins um eina hæð. Fyrirhugað er að byggja vindfang við inngang á jarðhæð og stigahús sem aðkomu að viðbyggingu á efri hæð, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 19. janúar 2021. Einnig er lagður fram tölvupóstur Bjargar Ólafsdóttur, Þóreyjar Gylfadóttur og Óskars Pálssonar dags. 20. maí 2021 þar sem gerðar eru athugasemdir og óskað eftir framlengingu á athugasemdafresti. Tillagan var grenndarkynnt frá 19. apríl 2021 til og með 14. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásdís Kristinsdóttir dags. 11. maí 2021, Auður Ágústar dags. 31. maí 2021, Gísli Júlíusson og Sigríður Þorvaldsdóttir dags. 10. júní 2021 og stjórn húsfélagsins Starengi 8-20 f.h. íbúa í Starengi 8-20b, dags. 14. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. ágúst 2021.
Svar

Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2021 með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Rétt hefði verið að kynna þessa deiliskipulagsbreytingu fyrir öllum íbúum við Starengi, enda skal deiliskipulag að jafnaði ekki taka yfir minna svæði en götureitsamkvæmt gildandi lögum.
112 Reykjavík
Landnúmer: 173534 → skrá.is
Hnitnúmer: 10061443