Brekknaás, nýtt deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 95
10. febrúar, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að deiliskipulagi fyrir 6 lóðir við Brekknaás og Vindás 1.8 ha af stærð. Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með síðari breytingum. Í aðalskipulagi segir að leyfilegt sé uppbygging á 60 íbúðum auk búsetukjarna fyrir fatlaða, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 29. janúar 2021.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Ólafur Melsted verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.