Hólmsheiði 2. áfangi, deiliskipulag athafnasvæðis, kynning á athugasemdum og ábendingum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 105
26. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram skipulags- og matslýsing skipulagsfulltrúa dags. 26. febrúar 2021, þar sem gert er ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag að athafnasvæði sem markast af Fjárborg til vesturs og Suðurlandsvegi til suðurs og fjarsvæðis vatnsverndar til austurs. Lýsingin var kynnt til og með 5. maí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Ólafur R Dýrmundsson Ph.D. dags. 14. apríl 2021, íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals dags. 21. apríl 2021, Skipulagsstofnun dags. 23. apríl 2021, Umhverfisstofnun dags. 27. apríl 2021, Minjastofnun Íslands dags. 29. apríl 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 5. maí 2021, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 5. maí 2021, Vegagerðin dags. 5. maí 2021 og Veitur dags. 12. maí 2021.
Svar

Kynnt.

Gestir
Ólafur Melsted verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Nokkrir hnökrar eru á undirbúningnum að Hólmsheiði verði byggð. Eðlilegt er að hafa samráð við þá sem þegar eru með starfsemi á svæðinu. Má nefna að ekki eru meðal umsagnaraðila Fjáreigendafélag Reykjavíkur, sem hefur verið með mikla starfsemi í Fjárborg í Hólmsheiði síðan haustið 1970 , skv. samningi við Reykjavíkurborg, Hestamannafélagið Fákur sem hefur verið með starfsemi í Almannadal, nokkru vestar, þó aðeins síðan um aldamót en er hins vegar umsagnaraðili. Fulltrúi Flokks fólksins vill taka undir ábendingar Ólafar Dýrmundssonar en hann segir m.a. að „Hvergi er minnst á fjárhúsabyggð, aðeins hesthúsabyggð. Staðan er þannig að á 5 ha. landi Fjárborgar er sauðfé í um 20% húsanna. Þetta þarf að leiðrétta. Fjárborg er einkum hesthúsabyggð nú á dögum en jafnframt fjárhúsabyggð, og þar eru einnig hús sem hvorki hýsa fé né hross. Hesthúsa- og fjárhúsabyggðin í Fjárborg er í vesturjaðri Hólmsheiðar, ekki í Almannadal. Neðan hans tekur við Grafarheiði. Þetta er mjög skýrt í örnefna- og fornminjaskrám fyrir Austurheiðar og ætti að leiðréttast í samræmi við þær (sjá bls. 2 og 3 í Skipulags- og matslýsingu). Þarna gætir vanþekkingar, að starfsmenn og aðrir sem koma að málum þekkja ekki nægilega til í Hólmsheiði og mun það vonandi ekki vera endurtekið.