Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 24. febrúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einholts-Þverholts vegna lóðarinnar nr. 13 við Þverholt. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa sex hæða íbúðarhús á lóðinni, með að hámarki 38 íbúðum, þar sem 5. og 6. hæð eru inndregnar. Í bílgeymslu verða 25 bílastæði, en ekið verður í bílgeymslu nyrst á lóðinni. Lóð austan við hús verður í samræmi við lóð á reit E og innan lóðar verður tenging frá lóð að Þverholti ásamt því að tenging milli baklóða reits E og Þverholts 13 verður tekin upp á ný á lóð Þverholts 13, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 24. febrúar 2021. Tillagan var auglýst frá 5. maí 2021 til og með 22. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Hólmfríður Traustadóttir dags. 25. apríl 2021 og 16. júní 2021., Búseti f.h. Hólmfríðar Traustadóttur, tveir póstar, dags. 16. júní 2021, Búseti f.h Páls Guðna dags. 16. júní 2021, Ólöf Regína Torfadóttir Thoroddsen dags. 21. júní 2021, Guðríður Þorsteinsdóttir dags. 22. júní 2021 og Veitur dags. 22. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. ágúst 2021.