Gufunes, áfangi 1 - reitur C,GN Studios ehf., Laugavegi 176, 105 ReykjavíkPlúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavíkbreyting á deiliskipulagi
Gufunes
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 98
24. mars, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 1. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir 1. áfanga í Gufunesi vegna kvikmyndaþorps 1, reitur C. Í breytingunni felst skipting lóðarinnar í tvo hluta ásamt frekari skilgreiningum, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 16. mars 2021. Einnig er lögð fram greinargerð GN Studios ehf. og Gufuness Fasteignaþróunar ehf. dags. 18. febrúar 2021.
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Það er hreint með ólíkindum að einkaaðila eru afhend gæði á spottprís eins og þetta stóra landflæmi í Gufunesi sem nú gengur kaupum og sölum til annarra einkaaðila til uppbyggingar. Borgarsjóður hefði átt að fá þetta fjármagn á lóðasölu en ekki einkaaðili. Þetta mál allt lyktar af spillingu. Það er óskiljanlegt að borgarstjóri og meirihlutinn gefi eigur Reykjavíkurborgar þegar borgarsjóður er tómur og borgin er rekin á lánum.
  • Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
    Telji áheyrnarfulltrúinn sig hafa upplýsingar um spillingu eða refsiverða háttsemi er hún hvött til að leita til efnahagsbrotadeildar lögreglu.
  • Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
    Bestu þakkir fyrir ábendinguna – hugmyndin er mjög góð. Gæði, lóðir og auðlindir Reykjavíkur má aldrei gefa eins og gert var með Gufunesið.