Gufunes, samgöngutengingar,nýtt deiliskipulag
Gufunes
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir samgöngutengingar í Gufunesi. Um er að ræða  ca. 20 hektara svæði og er markmið skipulagsins m.a. að festa inn á deiliskipulag bráðabirgðatengingar fyrir innanhverfisveg og stígatengingar frá Gufunesinu upp á Strandveg í Grafarvogi, ásamt því að tryggja góð tengsl við umhverfið með fyrirkomulagi stíga, gatna og opinna svæða. Einnig er Hallsteinsgarður og nærumhverfi fest í sessi inn á deiliskipulag o.fl., samkvæmt uppdr. og greinargerð Verkís dags. 24. júní 2021. 
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Vísað til borgarráðs.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Hér er verið að tryggja samgöngutengingar fyrir akandi, gangandi og hjólandi vegna hinnar nýju íbúðarbyggðar í Gufunesi. Jafnframt er verið að festa í sessi Hallsteinsgarð. Stígarnir og vegirnir liggja um fyrirhugað vegstæði Sundarbraut og ljóst að hönnunarvinna vegna hennar mun hafi frekari áhrif á deiliskipulagið þegar fram líða stundir. Hins vegar þarf að tryggja samgöngutengingar inn í hverfið enda fyrstu íbúarnir þegar fluttir inn.
  • Flokkur fólksins
    Lega Sundabrautar er ekki klár, það er aðalvandinn í þessu máli. Nú á að fara einhverjar bráðabirgðarleiðir sem gætu átt eftir að kosta mikið en verður ekki varanlegt. Vissulega þarf að finna samgöngutengingar. Hér er ekki hægt að hugsa í líkum, hvað mögulega kann að vera.  Það er nauðsynlegt að ákvarða fyrst nákvæma legu Sundabrautar áður en farið er að fjárfesta í dýrum framkvæmdum annars gæti orðið um tvíverknað að ræða. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hinkrað verði með þessa vinnu til að tryggja að ekki sé verið að sóa fjármagni, út í loftið.
  • Miðflokkur
    Loksins er Sundabrú komin á dagskrá. Þessi vegtenging var eitt af stóru kosningamálum Miðflokksins í Reykjavík. Ábyrð Reykjavíkurborgar er mikil í málinu og óskiljanlegt að borgarstjóri finni Sundabrú allt til foráttu. Minnt er að á hans vakt var nú síðast farið í blokkaruppbyggingu í Gufunesi í veghelgunarsvæði  Sundabrautar og smáhýsin voru reist í vegstæði hennar. Allt hefur verið gert til að hindra rúmlega 20 ára loforð Samfylkingarinnar um Sundabraut sem var forsenda sameingingar Reykjavíkur og Kjalarness að sögn þáverandi borgarstjóra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Fyrst var lokað fyrir hagkvæmustu leiðina þegar leyfi var veitt fyrir uppbyggingar á Kirkjusandi, síðar í Vogabyggð og nú síðast í Gufunesi. Öryggismálum í Reykjavík er illa sinnt og lítið gert með rýmingaráætlun borgarinnar. Sundabraut er öryggisventill Reykvíkinga og mikil samgöngubót fyrir landsmenn alla. Meirihlutanum er ekki treystandi. Verið er að kynnar bráðabirgðatengingar frá Gufunesi upp í Grafarvog og eiga þær að vera víkjandi gagnvart Sundabraut. Enn á ný er verið að þrengja að komu Sundabrautar. Borgarfulltrúi Miðflokksins skilur ekki hvers vegna Vegagerðin og ríkið eru ekki löngu búin að gefast upp á samstarfi við hinn svikula meirihluta í Reykjavík.