Gufunes, samgöngutengingar,nýtt deiliskipulag
Gufunes
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 122
1. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir samgöngutengingar í Gufunesi. Um er að ræða ca. 20 hektara svæði og er markmið skipulagsins m.a. að festa inn á deiliskipulag bráðabirgðatengingar fyrir innanhverfisveg og stígatengingar frá Gufunesinu upp á Strandveg í Grafarvogi, ásamt því að tryggja góð tengsl við umhverfið með fyrirkomulagi stíga, gatna og opinna svæða. Einnig er Hallsteinsgarður og nærumhverfi fest í sessi inn á deiliskipulag o.fl., samkvæmt uppf. uppdrætti Verkís dags. 24. júní, br. 19. nóvember 2021, og greinargerð Verkís dags. 24. júní 2021, br. 19. nóvember 2021. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur skýrsla nr. 218. Tillagan var auglýst frá 4. ágúst 2021 til og með 15. september 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Umhverfisstofnunar dags. 12. ágúst 2021, íbúaráð Grafarvogs dags. 17. ágúst 2021, Sigurjón P. Stefánsson dags. 23. ágúst 2021, Veðurstofa Íslands dags. 26. ágúst 2021, Jón Dal Kristbjörnsson og Sigríður María Jónsdóttir dags. 6. september 2021, Skipulagsstofnun dags. 15. september 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 15. september 2021 og Minjastofnun Íslands dags. 22. nóvember 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2021.
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Helsta markmið með deiliskipulaginu er að búa til betri samgöngutengingar frá nýskipulögðu svæði í Gufunesi upp á Strandveg. Lagðir verðar stígar og innanhverfisvegur í þeim tilgangi. Jafnframt er Hallsteinsgarður festur í sessi sem borgargarður. Fyrirhuguð lega Sundabrautar verður höfð til hliðsjónar við breytingar á deiliskipulag í framtíðinni, og samráð haft við Vegagerðina varðandi þann þátt.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Hér er verið að skipuleggja bráðabirgðatengingar frá Gufunesi að Strandvegi sem að hluta fer yfir veghelgunarsvæði Sundabrautar. Mikilvægt er að raska í engu uppbyggingarmöguleikum Sundabrautar og að þessar fyrirætlanir tefji í engu það verkefni.