Gufunes, samgöngutengingar,nýtt deiliskipulag
Gufunes
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 98
24. mars, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 19. mars 2021 fyrir nýtt deiliskipulag. Um er að ræða tæplega 20 hektara svæði og er markmið skipulagsins m.a. að festa inn á deiliskipulag bráðabirgðatengingar fyrir innanhverfisveg og stígatengingar frá Gufunesinu upp á Strandveg í Grafarvogi, ásamt því að tryggja góð tengsl við umhverfið með fyrirkomulagi stíga, gatna og opinna svæða. Hafa þarf í huga fyrirhugaða lega Sundabrautar við skipulagsvinnuna. Jafnframt verður Hallsteinsgarður og nærumhverfi fest í sessi inn á deiliskipulag.
Svar

Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Borgarsögusafni Reykjavíkur, OR/Veitum, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar USK, Skrifstofu Umhverfisgæða USK, Íbúaráði Grafarvogs, Vegagerðinni og Listasafni Íslands. Einnig skal kynna hana fyrir almenningi. Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Sjálfstæðisflokkur
    Lagt er til að núverandi Gufunesvegi verði breytt í hjóla- og göngustíg. Einnig að rýna hönnun nýja vegarins með tilliti til sjálfakandi vagna og hvort rými sér fyrir sérakrein sem vagnarnir geta einir nýtt og síðan tengst stærri almenningsvögnum Strætó uppi við Strandveg. Gætt verði í þessu sambandi að framtíðarlegu Sundabrautar um svæðið.
  • Miðflokkur
    Sporin hræða. Meirihlutanum er ekki treystandi. Verið er að kynnar bráðabirgðatengingar frá Gufunesi upp í Grafarvog og eiga þær að vera víkjandi gagnvart Sundabraut. En á ný er verið að þrengja að komu Sundabrautar. Hvers vegna er rokið í þetta verkefni núna sem verður mjög kostnaðarsamt korter í að ákvarðanir um legu Sundabrautar. Þessu fólki sem stórnar Reykjavík er ekki viðbjargandi. Borgarfulltrúi Miðflokksins skilur ekki hvers vegna Vegagerðin er ekki löngu búin að gefast upp á samstarfi við meirihlutann í Reykjavík.