Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. mars 2021 ásamt kæru dags. 22. mars 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að hafna kröfu húsfélags Naustabryggju 31-33 um að tryggja aðgengi hreyfihamlaða að húsinu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. apríl 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. september 2021. Úrskurðarorð: felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. mars 2021 að hafna kröfu húsfélags Naustabryggju 31-33 að Reykjavíkurborg tryggi aðgengi að húsinu fyrir hreyfihamlaða þannig að uppfyllt séu skilyrði byggingarreglugerðar nr. 112/2021.