Lágmúli, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, stgr 1.260, skipulagslýsing og nýtt deiliskipulag
Lágmúli
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 101
28. apríl, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram lýsing skipulagsfulltrúa dags 19. apríl 2021 fyrir nýtt deiliskipulag götureits Lágmúla, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut staðgreinireitur 1.260. Sem felst m.a. í að yfirfæra heimildir núverandi lóða innan reitsins og afmarka nýja lóð að Lágmúla 2. Skilgreina heimildir á nýju lóðinni fyrir uppbyggingu á umhverfisvænu húsnæði til samræmis við niðurstöðu samkeppni Reinventing Cities C40.
Svar

Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Hverfisráði Háaleitis-Bústaða, Verkefnastofu Borgarlínu, Strætó bs., Vegagerðinni, Veitum ohf., Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Minjastofnun Íslands, Borgarsögusafni Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Samgöngustofu/Flugmálastjórn, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og hjá viðeigandi sviðum og deildum (skrifstofum) Reykjavíkurborgar, utan umhverfis – og skipulagssviðs, s.s. skóla- og frístundasvið og menningar- og ferðamálasvið. Einnig skal kynna hana fyrir almenningi.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Hér eru um að ræða svæði sem boðið var fram í Reinventing Cities samkeppni á vegum C40 og er gerð skipulagslýsingar fyrir svæðið framhald af þeirri þróunarvinnu. Mikil tækifæri eru fólgin í þessari uppbyggingu sem fellur vel að markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur um þéttingu og blöndun byggðar.
108 Reykjavík
Landnúmer: 103503 → skrá.is
Hnitnúmer: 10122490