Lágmúli, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, stgr 1.260, skipulagslýsing og nýtt deiliskipulag
Lágmúli
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 111
25. ágúst, 2021
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing skipulagsfulltrúa dags 19. apríl 2021 fyrir nýtt deiliskipulag götureits Lágmúla, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut staðgreinireitur 1.260. Sem felst m.a. í að yfirfæra heimildir núverandi lóða innan reitsins og afmarka nýja lóð að Lágmúla 2. Skilgreina heimildir á nýju lóðinni fyrir uppbyggingu á umhverfisvænu húsnæði til samræmis við niðurstöðu samkeppni Reinventing Cities C40. Lýsingin var kynnt til og með 10. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Skipulagsstofnun dags. 3. júní 2021, Landslög f.h. húsfélagsins Lágmúla 5 dags. 9. júní 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 9. júní 2021, Vegagerðin dags. 10. júní 2021, Réttsýn ehf., lögmannsstofa, f.h. Lágmúlastæðanna ehf., Húsfélagsins Lágmúla 4, Húsfélagsins Lágmúla 5 og Húsfélagsins Lágmúla 7 dags. 10. júní 2021, Veitur dags. 10. júní 2021 og Minjastofnun Íslands dags. 16. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2021.
Svar

Athugasemdir kynntar.

Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Hér er um að ræða svæði sem boðið var fram í Reinventing Cities samkeppni á vegum C40. Markmið samkeppninnar er þróun vistvænna borgarbygginga. Svæðið liggur að þróunarás aðalskipulagsins þar sem fyrirhugað er að borgarlína muni liggja. Þar eru í dag aðallega bílastæði og veghelgunarsvæði stofnbrauta. Uppbygging á þessu svæði fellur vel að markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur um þéttingu og blöndun byggðar.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Enn á eftir að vinna mat á áhrif á umferð, enda liggur ekki fyrir endanlega hver fjöldi íbúða verður. Þá er óljóst hve mörg bílastæði verði á reitnum, þó vísað sé í almennar reglur. Mikilvægt er að málið fái góða kynningu þegar endanleg deiliskipulagstillaga liggur fyrir.
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins mótmælir enn og aftur þeirri ákvörðun skipulags- og samgöngusviðs að birta í dagskrá nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir eða kvartanir. Fulltrúi Flokks fólksins er þess fullviss að þetta stríðir gegn persónuverndarlögum. Fólk á að geta sent inn athugasemdir og kvartanir án þess að nöfn þeirra séu birt með kvörtuninni eða ábendingunni.
108 Reykjavík
Landnúmer: 103503 → skrá.is
Hnitnúmer: 10122490