Laugardalur, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 105
26. maí, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. Breytingin felur í sér skilgreiningu íþróttamannvirkja á svæði austan Laugardalsvallar. Gerðir verða nýir gervigrasvellir á svokölluðum Valbjarnarvelli. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum gervigrasvöllum til æfinga og að þeir verði afgirtir með netgirðingum og heimilt verði að reisa ljósmöstur við vellina. Áfram er gert ráð fyrir núverandi tennisvöllum og opnum göngu og skokkleiðum á milli Laugardalsvallar og gervigrasvalla, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 28. apríl 2021.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs. 

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.