Lögð fram umsókn Gunnars Sigurðssonar dags. 9. maí 2021 ásamt minnisblaði dags. 30. apríl 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún. Í breytingunni felst að byggingarmagn er aukið og íbúðum fjölgað, samkvæmt uppdráttum (5 uppdr.) Tvíhorfs ehf. dags. 3. júní 2021.
Svar
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Vísað til borgarráðs.
Gestir
Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
Sjálfstæðisflokkur
Hér er verið að fjölga íbúðum á þéttum og þröngum reit. Bílastæði verða færri en 1 á íbúð eða allt niður í 0,25 viðmið fyrir eins herberja íbúðir.
Flokkur fólksins
Um er að ræða gríðarmikla byggingu á litlum reit, að litlum hluta neðanjarðar. Meirihlutinn leggur til að fjölga íbúðum enn meira. Ein hæð er fyrir verslun og þjónustu. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort ráðlagt sé að setja svo margar íbúðir í eitt hús en íbúðir verða 102. Fordæmi er varla fyrir þessu í Reykjavík nema kannski má finna eitt dæmi. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þéttingastefna meirihlutans ganga ansi langt hér.