Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. apríl 2021 ásamt kæru dags. 20. apríl 2021 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2020 um að innrétta krá/ölstofu að Bergstaðastræti 2. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 3. júní 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 7. september 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 7. janúar 2020 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir breyttri notkun hússins að Bergstaðastræti 2 í veitingastað í flokki II.