Elliðaárdalur svæði norðan Miklubrautar, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 107
9. júní, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals svæði norðan Miklubrautar. Breytingin felst í því að skipulagsmörkum deiliskipulags Elliðaárdals norðan Vesturlandsvegar er breytt og minnkar skipulagssvæðið um 10 ha.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Þráinn Hauksson frá Landslagi tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Sólveig Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Birkir Ingibjartsson og Ólafur Melsted taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.