Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2021, tilnefningar, trúnaðarmál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 108
23. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulagsfulltrúa,  dags. 15. júní 2021, að skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að fegrunarviðurkenningum fyrir endurbætur á eldri húsum og fallegar og vel skipulagðar lóðir þjónustu, og stofnana og fjölbýlishúsa, auk sumargatna árið 2021.
Svar

Samþykkt að skipa Sólveigu Sigurðardóttur og Ölmu Sigurðardóttur í vinnuhóp fyrir endurbætur á eldri húsum og Ólaf Melsted og Pétur Andreas Maack í vinnuhóp fyrir fallegar og vel skipulagðar lóðir þjónustu, og stofnana og fjölbýlishúsa, auk sumargatna. 

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bókað um „fegrunarviðurkenningar“ og fyrirkomulag í því sambandi. Fulltrúi Flokks fólksins telur að leggja eigi áherslu á að dreifa vali á viðurkenningarhöfum meira en lenska hefur verið að einblína helst á ákveðinn miðsvæðishring. Vel má horfa til t.d. Skerjafjarðar, Breiðholts, Árbæ og Grafarvogs ekki síst þegar kemur að vali fyrir  fallegar og vel skipulagðar lóðir þjónustu, og stofnana og fjölbýlishúsa, auk sumargatna. Á það skal bent að víða í úthverfum borgarinnar er einnig verið að endurgera og endurnýja hús sem hefðu vel getað komið til greina við ákvörðun á fegrunarviðurkenningu borgarinnar. Einnig mætti vel fjölga þessum viðurkenningum þar sem enginn kostnaður felst í því nema kannski að kaupa blómvönd. Að veita viðurkenningu af þessu tagi er hvatning fyrir fólk og ekki ætti endilega að leggja áherslu á að húsin hafi einhverja sérstaka sögu eða flokkist undir einhvern frægan byggingarstíl. Hugmynd Flokks fólksins sem hér er lögð fram í bókun er að velja mætti eitt hús í hverju hverfi til að veita viðurkenningu.