Leifsgata 4, kæra 94/2021, umsögn, úrskurður
Leifsgata 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. júní 2021 ásamt kæru mótt. 22. júní 2021 þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagssviðs frá 9. júní 2021 um að borgaryfirvöld muni ekki aðhafast frekar í máli er varðar kvartanir vegna Leifsgötu 4B, lóð nr. 4 við Leifsgötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. júlí 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 5. nóvember 2021. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. júní 2021 um að aðhafast ekki frekar að svo stöddu í tilefni kvartana vegna fasteignarinnar Leifsgötu 4B og starfsemi á baklóð Leifsgötu 4.