Suðurgata 13, kæra 104/2021, umsögn, úrskurður
Suðurgata 13
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 117
13. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. júní 2021 ásamt kæru dags. 29. júní 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að aðhafast ekki varðandi ólögmæta íbúð í kjallara hússins að Suðurgötu 13. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. ágúst 2021 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 7. september 2021. Úrskurðarorð: Kærumál þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. Jafnframt er lögð fram tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. september 2021 um framsendingu kærunnar til kærunefndar húsamála. Lagt fram að nýju ásamt erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. október 2021 ásamt endurupptökubeiðni á máli nefndarinnar dags. 21. september 2021 er varðar kjallaraíbúð á Suðurgötu 13. 
101 Reykjavík
Landnúmer: 100916 → skrá.is
Hnitnúmer: 10021959