Gufunes, niðurstaða dómnefndar og álit, kynning
Gufunes
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 112
1. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagðar eru fram tillögur í hugmyndaleit Spildu ehf. í samstarfi við AÍ um framtíðaruppbyggingu og skipulag átta lóða í eigu Spildu ehf. við sjávarsíðuna í Gufunesi. Niðurstöður hugmyndaleitar voru kynntar í júní. Í hugmyndaleitinni var óskað eftir að heildarmynd væri á uppbyggingu lóða með góðri tengingu við göngustígakerfi Reykjavíkurborgar. Leitast var eftir tillögum sem myndu sýna ákveðið heildaryfirbragð; vönduð og góð byggingarlist sem yrði aðlöguð að umhverfinu með áherslu á yfirbragð svæðisins og að nýbyggingar uppfylli á hagkvæman hátt kröfur og hugmyndafræði forsagnar. Niðurstaða dómnefndar var að tillaga frá JVANTSPIJKER & PARTNERS, ANDERSEN & SIGURDSSON og FELIXX LANDSCAPE ARCHITECTS yrði verðlaunatillagan í hugmyndaleitinni.
Svar

Þórhallur Sigurðsson frá Andersen & Sigurdsson Architects, Orri Steinarsson frá Jvantspijker & partners og Gísli Reynisson frá Spildu ásamt Birni Inga Edvardssyni verkefnastjóra taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Lagðar eru fram tillögur í hugmyndaleit Spildu ehf. um framtíðaruppbyggingu og skipulag 8 lóða í eigu Spildu við sjávarsíðuna í Gufunesi. Byggðin er bílalaus og allt eru þetta fjölbýlishús eins og þessu er stillt upp nú. Fulltrúi Flokks fólksins kallar eftir fjölbreyttum íbúðagerðum þar sem nú er mikill skortur bæði á stærra húsnæði og hagkvæmu húsnæði. Hvað með atvinnutækifæri í hverfinu þar sem fólk sem er hvorki á bíl (engin bílastæði við húsin) né hjóli myndi þurfa að vinna í hverfinu og sækja alla sína þjónustu í hverfinu. Á mynd má sjá margra hæða hús, 10 hæða blokk, sem hlýtur að skerða sýn margra til fjalla þar sem  háhýsið stendur nærri strandlengju. Væri ekki nær að það stæði frekar í miðju til að skerða ekki útsýni og klárlega vera lægra? Þarna er oft án efa mikil veðurhamur? Bent er á að áhrif húsa á vindstrengi er hægt að kanna í vindgöngum-líkantilraunum.