Rafstöðvarvegur 4, (fsp) uppbygging, kynning
Rafstöðvarvegur 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kynning á uppbyggingu á lóð nr. 4 við Rafstöðvarveg skv. tillögu Arkþings - Nordic ehf. dags. í ágúst 2021. Einnig er lögð fram fyrirspurn Hallgríms Þórs Sigurðssonar, f.h. Arkþing-Nordic ehf., dags. 10. ágúst 2021 um uppbyggingu á lóðinni.
Svar

Kynnt.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Hér er um er að ræða athyglisverðar hugmyndir að uppbyggingu jaðaríþrótta í Toppstöðinni sem gætu sannarlega sómað sér vel í Elliðaárdalnum."
  • Flokkur fólksins
    Flokkur fólksins er sammála að þarna verður góð aðstaða fyrir jaðaríþróttir. Áhyggjur er frekar að byggingarmálum. Hér er sennilega lagt upp í ferð sem verður kostnaðarsöm og bragginn mun blikna í  samanburðinum.  Nú er áríðandi að vanda til verka. Hér ætti að stilla upp fleiri möguleikum svo sem að rífa núverandi byggingu og byggja nýja sem hægt væri að klæðskerasauma að framtíðarverkefnum. Toppstöðin hefur ekki verið talin vera merkileg bygging og lengst af staðið til að rífa hana. Um er að ræða hús, stálgrindarhús sem auðvelt er að rífa. Þarna er auk þess  asbest. Hér er lag til að reisa fallega byggingu á einstaklega góðum stað þar sem aðstaða yrði fyrir jaðaríþróttir.
110 Reykjavík
Landnúmer: 217490 → skrá.is
Hnitnúmer: 10079179