Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. ágúst 2021 ásamt kæru dags. 8. ágúst 2021 þar sem kærð er niðurstaða borgarstjórnar frá 20. apríl 2021 varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Skerjafjörð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. ágúst 2021. Jafnframt er lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 3. september 2021: Úrskurðarorð: kröfu kærenda um frestun réttaráhrifa hinnar kærðu deiliskipulagsákvörðunar er hafnað.