Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 119
3. nóvember, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Hestamannafélagsins Fáks dags. 22. september varðandi breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði. Í breytingunni felast annars vegar breytingar á framtíðaráætlunum á svæðinu og hins vegar samræming skipulagsins að núverandi stöðu. Um er að ræða breytingar í þrettán liðum, auk fimm lagfæringa á uppdrætti til samræmis við núverandi stöðu, samkvæmt uppdr. Landslags. dags. 16. október 2021.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.