Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 5. Breytingin felst í því að smábátahöfn Snarfara er stækkuð og dýpkuð. Hluti hafnargarðs, sem liggur í austur-vesturstefnu er fjarlægður og hafnargarður sem liggur í norður-suðurstefnu er lengdur til norðurs. Flotbryggjur lengjast og bátastæðum fjölgar úr 152 í 250. Lóð smábátahafnar á landi stækkar sem nemur láréttu svæði hafnargarðs, samkvæmt uppdr. Teiknistofu Traðar dags. 29. september 2021. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar, útgáfa 03 dags. 29. september 2021, þar sem lagt er til að greinargerð og skilmálar fyrir allt skipulagssvæðið verði uppfærðir í heild samhliða breytingu á deiliskipulagi.