Skálafell, breyting á deiliskipulagi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 117
13. október, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skálafells. Í breytingunni felst að deiliskipulag verði aðlagað að sveitarfélagamörkum á milli Reykjavíkur og Kjósarhrepps sem hafa breyst frá því deiliskipulagið var unnið upphaflega og bætt er við lóð og byggingarreit á toppi Skálafells fyrir núverandi fjarskiptastöð og sendistöð sjónvarps í samræmi við gildandi lóðauppdrátt, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 11. október 2021.
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.