Úlfarsbraut 100-104 og 106-110,breyting á deiliskipulagi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 119
3. nóvember, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðanna nr. 100-104 og 106-110 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst leiðrétting á húsnúmerum í deiliskipulagi ásamt því að gefin er heimild fyrir að einstakir byggingarhlutar megi skaga um allt að 60 cm út fyrir byggingarreit svala á suðurhlið húsanna, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. október 2021. 
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.