Suðurlandsvegur, frá Bæjarhálsi að Hólmsá, kynning
Suðurlandsvegur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 119
3. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram til kynningar frumdrög, dags. 22. mars 2021 og frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum, dags. 8. júlí 2021, varðandi breikkun Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Staða vinnunnar kynnt og næstu skref rædd varðandi skipulagsferli og mat á umhverfisáhrifum.
Gestir
Bryndís Friðriksdóttir og Erna B. Hreinsdóttir frá Vegagerðinni og Baldvin Einarsson, Hjálmar Skarphéðinsson og Ragnhildur Gunnarsdóttir frá Eflu taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Við þökkum kynningu á frumdrögum vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Mislæg gatnamót við Rauðavatn eru ekki á samgönguáætlun og ekki fyrirhuguð í fyrstu áföngum en allar þær hugmyndir þyrfti að rýna mjög vel enda myndu þau ganga inn á útivistarsvæði Rauðavatns. Við áréttum nauðsyn þess að leggja sérstakan hjólastíg milli Reykjavíkur og þéttbýlisstaða á Suðurlandi samhliða tvöföldun Suðurlandsvegar.
  • Flokkur fólksins
    Skipulagsyfirvöld leggja fram kynningu um tvöföldun Suðurlandsvegar, frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Aðalatriðið er að auka umferðaröryggi enda hafa þarna orðið alvarleg slys. Þar sem um er að ræða stórframkvæmdir eru eins og gengur margvísleg önnur sjónarmið t.d. sem tengjast umgengni við náttúru, bæði þeirri náttúrulegu og þeirri manngerðu. Til dæmis verður álitamál hvort bensínstöð eigi að víkja fyrir breikkun Suðurlandsvegar, eða elsta trjáplöntunarsvæðið í borginni. Hvort tveggja er mannanna verk, en standa nú í mismunandi stöðu með tilliti til lífríkis og sögu. Tvöföldun vegar er metin hafa neikvæð áhrif á landslag og sjónræna þætti. Tvöföldun vegarins er metin hafa jákvæð áhrif á vatnsvernd og vatnafar en hvernig má það vera? Hér blasir við skilningsleysi á því hvað náttúra er. En öryggisþættir hljóta vissulega ávallt að vega mest. Fram kemur að mislægu gatnamótin verði að svipaðri gerð og vegamótin á Arnarnesvegi og Reykjanesbraut. Sjónræn áhrif verða mikil vegna aukins umfang mannvirkja bæði í 2. áfanga verksins og í framtíðinni þegar vegamótin verða mislæg. Ef horft er til Arnanesvegarins er að verða ljóst að hugtakið "íbúalýðræði" virkar ekki. Hávær mótmæli eru gegn þeirri framkvæmd en ekkert er hlustað.
110 Reykjavík
Landnúmer: 112538 → skrá.is
Hnitnúmer: 10099458