Eiðsgrandi - Ánanaust, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Eiðsgranda - Ánanausts. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir áningarstað við Sjóvarnargarðinn þar sem hann er hæstur. Við breytinguna færist lega núverandi göngu- og hjólastígs lítillega, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 5. nóvember 2021. 
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Hér er jákvætt skref um áningarstað og bætt aðgengi fólks að vesturströndinni, en tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þess efnis var lögð fram 12. maí 2021. Umsögn skipulagsfulltrúa frá 21. Maí 2021 er jákvæð og segir þar að ekkert sé til fyrirstöðu að aðgengi verði bætt og gera þennan nýja áningarstað enn meira spennandi. Mikilvægt er að halda áfram með þessa vinnu og bæta aðgengi niður fyrir varnargarðinn, en þar er hægt að njóta útsýnis og sólseturs í Vesturbænum með góðri hljóðvist í skjóli fyrir umferð.