Köllunarklettsvegur 1,breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 122
1. desember, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Hallgríms Þórs Sigurðssonar dags. 8. nóvember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Köllunarklettsveg. Í breytingunni felst hækkun á núverandi byggingu úr tveimur hæðum í fjórar hæðir, stækkun á byggingarreit til suðvesturs til að koma fyrir viðbyggingu fyrir flóttastiga og breyting á fjölda bílastæða samkvæmt reglum um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík, samkvæmt uppdr. Arkþings - Nordic ehf. dags. 19. nóvember 2021. Einnig er lagt fram skuggavarp Arkþings - Nordic ehf. dags. 19. nóvember 2021.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 
Landnúmer: 103868 → skrá.is
Hnitnúmer: 10013204