Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðanna nr. 2D, 4 og 6 við Álfabakka. Í breytingunni felst breytt lega götunnar Álfabakka  á stuttum kafla við lóðirnar nr. 4 og 6 auk stækkunar á miðlunartjörn Veitna. Jafnframt sökum þess þarf að minnka lóðirnar Álfabakka 2d og 4 og þannig fækka heildarbyggingarmagni á þeim lítillega. Á lóð Álfabakka 6 er innkeyrsla fyrir lóð færð vestar auk þess sem heildarbyggingarmagn A- og B-rýmis minnkar. Aðrar minni breytingar skv. tillögu má sjá á uppdrætti Storð teiknistofu dags. 16. nóvember 2021.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er að skipuleggja Mjóddina í heild, enda eitt mikilvægasta þróunarsvæði í Reykjavík.
  • Flokkur fólksins
    Skipulagsyfirvöld leggja fram tillögu vegna lóðanna nr. 2D, 4-6 við Álfabakka. Fram kemur að byggingarmagn minnkar lítillega, Heildarbyggingarmagn verður fyrir A-rými 6.890 m² og minnkar um 110 m² og B-rými verður 520 m² á 1-2 hæðum og minnkar um 180 m². Engu að síður eru áhyggjur margra sem fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt í, að byggingarmagn sé of mikið og eru áhyggjurnar í tengslum við umferð og bílastæði. Með stækkun tjarnarinnar er áætlað hún geti tekið við allt að 9.000 m³. Einnig er lagt til að í samráði við ÍR verði reynt að auka við rúmmálið innan lóðar ÍR og á uppdrætti er brotalína sem sýnir mögulegt svæði. Með stækkun tjarnarinnar verður að minnka lóðir við Álfabakka 2d og 4.