Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 125
12. janúar, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf., dags. 16. desember 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst að inn- og útakstur neyðarbíla að flugskýlum Landhelgisgæslunnar er færður að nýjum aðkomuvegi norðan flugskýla, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 16. nóvember 2021.  Einnig er lagt fram samþykki Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins dags. 5. október 2021. Þar sem umrædd tillaga varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda er lagt til að skipulags- og samgönguráð afgreiði hana án undangenginnar kynningar, sbr. heimild þar um í 2. ml. 3. gr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.