Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, innleiða menningarstefnu inn í skipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 20
5. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 22. mars 2017 var lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins . "Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að skoða hvernig innleiða má menningarstefnu borgarinnar inn í skipulag með árangursríkari hætti en verið hefur. Skoða verði hvernig hægt er að draga einkenni hverfanna fram og hvort styrkja megi svæði ákveðnum ákveðnum menningarverkefnum. Þannig mætti til dæmis skipuleggja sérstök svæði tileinkuð tónlist eða hönnun og margt fleira í þeim dúr."
Svar

Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar fulltrúa Pírata Alexandra Briem og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá.