Tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, gerð Sundarbrautar/ Sundagangna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 26
30. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins.   "Miðflokkurinn leggur til að tafarlaust verði hafnar samræður við Vegagerð Ríkisins um gerð Sundarbrautar/ Sundagangna".  Einnig er lögð fram greinargerð og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 5. október 2018. Þar sem viðræður eru hafnar um gerð Sundarbrautar er tillögunni vísað frá með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúum Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka:  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að viðræður við ríkið um Sundabraut verði sett í forgang.  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar: „Miðflokkurinn lýsir yfir ánægju með að hafnar séu viðræður við Samgönguráðuneyti um gerð Sundagagna/brautar. Miðflokkurinn harmar jafnframt að tillaga þessi hafi ekki verið til lykta leidd með atkvæðagreiðslu þegar hún var lögð fram þann 8.október. Með þvi hefðu verið send skýr skilaboð um að ekki verði lengur beðið með þessa nauðsynlegu samgönguúrbót, sem nú þegar er um það bil 20 ár á eftir áætlun.“
Svar

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: Fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka: “Þegar tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins var lögð fram lá þegar fyrir samkomulag um að hefja viðræður 15. nóvember og var því samkomulag um að fresta tillögunni fram yfir þann tíma. Þær viðræður eru nú í gangi og er tillögunni því vísað frá.”