Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins Ásgerðar Jónu Flosadóttur um lagastoð eða reglur um innviða og byggingarréttargjaldgjald í Reykjavík Innviðagjald er eitt gjalda sem Reykjavíkurborg innheimtir. Þetta gjald á mér vitanlega sér ekki stoð í lögum eða reglum og óljóst er hver tilgangur þess er.
1. Hver er tilgangur gjalda eins og Innviðagjalds, þ.e. til hvaða verkefna á gjaldið að fara.
2. Hvers vegna ætti að rukka oftar en einu sinni fyrir slíka innviði?
3. Hvað gerist ef aðili í svokölluðum frjálsum einkaréttarlegum samningum við Reykjavíkurborg neita að greiða gjald sem ekki á sér stoð í lögum og á sér ekki skýran tilgang, neitar greiðslu. Er raunin þá sú að málin eru ekki tekin fyrir, eða ekki afgreidd, eða hvort tveggja?
4. Eru líkur á því að aðilar hafi litið svo á að mál þeirra hefðu ekki fengið brautargengi nema með því að fallast á þessi gjöld?
5. Er gert virðismat á verkefnum við ákvörðunartöku verkefna í borginni, þ.e. að verkefni sem eru stórkostlega hagkvæm borginni fái fókus og framgang og styrki þannig tekjustraum borgarinnar?
6. Ef tafirnar sem eru að efnast í þessu máli vegna ýmiskonar æfinga í kring um innviðagjöld og aðra fjárhagslega þætti sem minna máli skipta, kosta borgina vel á þriðju milljón króna á hverjum vinnudegi ef tekið er tillit til tekjumöguleika borgarinnar með nýju skipulagi á Heklureit, eða 576 milljónir á ári hverju sem málin tefjast
Einnig er lögð fram greinargerð.
Lögð fram umsögn skrifstofu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 14. febrúar 2019.
Lagt fram.